Stóra systir var viðstödd fæðingu litla bróður
Klukkan 10.02 þann 6. ágúst fæddi ég dreng inní stofu heima hjá mér að viðstöddum Siggeir unnusta mínum, Kristu 3,5 árs dóttur okkar og yndislegu ljósmæðrunum Hrafnhildi og Arneyju. Þessi stund var yndisleg í alla staði og hefði ég ekki viljað hafa neitt öðruvísi. Sama dag og ég tók óléttuprófið vissi ég að ég vildi eiga þetta barn heima. Ég átti stelpu árið 2007 og hafði sú fæðing gengið frekar vel miðað við fyrstu fæðingu. Þá var ég heima nánast allt útvíkkunar tímabilið og