top of page

Fæðing með Björkinni

Að velja fæðingu hjá Björkinni er valdeflandi upplifun þar sem verðandi foreldrar fá góða fræðslu og undirbúning fyrir fæðinguna, sjálfræði þegar kemur að valkostum og einstakan stuðning við aðlögun að foreldrahlutverkinu

Ljósmæður Bjarkarinnar veita samfellda þjónustu þar sem sömu ljósmæður fylgja fjölskyldunni frá 34.viku meðgöngu, eru til staðar í fæðingunni og fyrstu dagana með nýja barninu.


Með persónulegri og faglegri þjónustu komum við til móts við ólíkar þarfir hverrar fjölskyldu.  Lögð er áhersla á að verðandi foreldrar upplifi fulla stjórn í fæðingunni með stuðningi ljósmæðra sem þeir þekkja og treystu.

Fæðing hjá Björkinni er góður valkostur fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu.

agnes1_edited.jpg

Fæðingarheimili Bjarkarinnar Síðumúla 10

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  
Kostnaður: Aðstöðugjald maka á fæðingastofunni er 15.000 kr.

Fæðingastofurnar eru tvær, auk setustofu og aðgangi að litlu eldhúsi.

Fæðing: Service
Fæðing: Service

Heimafæðing

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  


Kostnaður: Leiga á laug og plast, binda og undirbreiðslupakki 15.000 kr.

Hverjum stendur til boða að fæða heima eða á fæðingarheimili ?

Öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða heima eða í fæðingastofunni.  

Ljósmæðrarekin fæðingarþjónusta flokkast sem fæðingastaður D2 samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.  

Þeim konum sem hugnast náttúruleg fæðing í heimilislegu umhverfi er því velkomið að hafa samband og fá nánari upplýsingar.

 

Nánari viðmið fyrir fæðingu

Hvenær á ég að hafa samband ?

Til að bóka sig í þjónustu hjá Björkinni er best að smella á flipann "Hafa samband" eða senda tölvupóst á bjorkin@bjorkin.is.  Það er velkomið að hafa samband hvenær sem er á meðgöngunni.

Eftir að þið hafið samband bjóðum við ykkur í viðtal þar sem við metum í sameiningu hvort þessi kostur hentar ykkur.  

Í viðtalinu gefst kostur á að skoða aðstöðuna í fæðingastofunni og fá svör við spurningum sem vakna.  

Við viljum gjarnan heyra frá konum eins fljótt og hægt er, hluti af örygginu er að þekkja ljósmóðurina sína og að við þekkjum ykkur.

Hvernig fer þjónustan fram ?

Verðandi foreldrum er boðið viðtal þar sem við ræðum heilsufar móður og væntingar til fæðingarinnar.  Þá veitum við einnig upplýsingar sem eru mikilvægar til að taka upplýsta ákvörðun um val á fæðingastað.

Við tökum við reglubundinni mæðravernd við 34 vikur, til þess að kynnast verðandi foreldrum og mynda gagnkvæmt traust.  

Sömu ljósmæðurnar sinna fjölskyldunni á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu eftir fæðingu.  Sé stefnt að heimafæðingu fer hluti af mæðravernd fram heima en þegar stefnt er að fæðingu í fæðingastofunni fer mæðraverndin fram þar.  

Þegar kemur að fæðingu er haft samband við ljósmæðurnar sem meta stöðuna ýmist heima eða í fæðingastofunni.

Hvað gerist eftir að barnið er fætt ?

Fjórum til sex tímum eftir fæðingu fer fjölskyldan heim til hvíldar og 2-3 tímum eftir fæðingu fara ljósmæðurnar fara heim eftir heimafæðingu. Ljósmæðurnar koma heim í fyrstu vitjun innan 6-8 klst og svo einu sinni til tvisvar á dag í 7-10 daga eftir þörfum.

 

Heimaþjónustan miðar að við að styðja við fjölskylduna, aðstoða við brjóstagjöf og fræða foreldrana um umönnun barnsins.

bottom of page