top of page
Fæðing með Björkinni
Að velja fæðingu hjá Björkinni er valdeflandi upplifun þar sem verðandi foreldrar fá góða fræðslu og undirbúning fyrir fæðinguna, sjálfræði þegar kemur að valkostum og einstakan stuðning við aðlögun að foreldrahlutverkinu
Ljósmæður Bjarkarinnar veita samfellda þjónustu þar sem sömu ljósmæður fylgja fjölskyldunni frá 34.viku meðgöngu, eru til staðar í fæðingunni og fyrstu dagana með nýja barninu.
Með persónulegri og faglegri þjónustu komum við til móts við ólíkar þarfir hverrar fjölskyldu. Lögð er áhersla á að verðandi foreldrar upplifi fulla stjórn í fæðingunni með stuðningi ljósmæðra sem þeir þekkja og treystu.
Fæðing hjá Björkinni er góður valkostur fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu.
![agnes1_edited.jpg](https://static.wixstatic.com/media/2085ac_149648bfa0524235a7c5fffc05f3e360~mv2_d_1240_1240_s_2.jpg/v1/fill/w_490,h_490,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_avif,quality_auto/2085ac_149648bfa0524235a7c5fffc05f3e360~mv2_d_1240_1240_s_2.jpg)
![Allt er eins og það á að vera](https://static.wixstatic.com/media/2085ac_98b060f7339b4b488da0ad21696fcde7~mv2.jpg/v1/fill/w_960,h_880,al_c,q_85,enc_avif,quality_auto/2085ac_98b060f7339b4b488da0ad21696fcde7~mv2.jpg)
Allt er eins og það á að vera
![Nóvemberb](https://static.wixstatic.com/media/2085ac_7a5f089402d94d8da09a47b86835896d~mv2.jpg/v1/fill/w_640,h_640,al_c,q_85,enc_avif,quality_auto/2085ac_7a5f089402d94d8da09a47b86835896d~mv2.jpg)