saga_10_edited.jpg

Fæðing

Örugg fæðing heima eða 

í notalegri 
fæðingarstofu Bjarkarinnar

Ljósmæður Bjarkarinnar veita samfellda þjónustu þar sem sömu ljósmæður fylgja fjölskyldunni frá 34.viku meðgöngu, í fæðingu og fyrstu dagana með nýja barninu.


Með persónulegri og faglegri þjónustu komum við til móts við ólíkar þarfir hverrar fjölskyldu.  Lögð er áhersla á að verðandi foreldrar upplifi fulla stjórn í fæðingunni með stuðningi ljósmæðra sem þeir þekkja og treystu.

Fæðing hjá Björkinni er góður valkostur fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu.

saga_21_edited.jpg
 

Fæðingastofa

Fæðing í heimilislegri fæðingastofu Bjarkarinnar, Síðumúla 10

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  
Kostnaður: Aðstöðugjald maka á fæðingastofunni er 15.000 kr.

Fæðingastofurnar eru tvær, auk setustofu og aðgangi að litlu eldhúsi.

Allt er eins og það á að vera
Allt er eins og það á að vera

press to zoom
Nóvemberbörnin láta ekki bíða eftir sér og nú þegar eru fjögur  þeirra komin í heiminn auk þess fædd
Nóvemberbörnin láta ekki bíða eftir sér og nú þegar eru fjögur þeirra komin í heiminn auk þess fædd

press to zoom
18274753_1902514876440810_75344585285455
18274753_1902514876440810_75344585285455

press to zoom
Allt er eins og það á að vera
Allt er eins og það á að vera

press to zoom
1/16
 

Heimafæðing

Fæðing á eigin heimili

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  


Kostnaður: Leiga á laug og plast, binda og undirbreiðslupakki 11.500 kr.

Skoðun í byrjun fæðingar
Skoðun í byrjun fæðingar

Examination during homebirth

press to zoom
Bóbó bíður eftir fæðingu
Bóbó bíður eftir fæðingu

Cat waiting

press to zoom
Yndislegt barn
Yndislegt barn

press to zoom
Skoðun í byrjun fæðingar
Skoðun í byrjun fæðingar

Examination during homebirth

press to zoom
1/12
Hverjum stendur til boða að fæða heima eða á fæðingastofunni ?

Öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða heima eða í fæðingastofunni.  

Ljósmæðrarekin fæðingarþjónusta flokkast sem fæðingastaður D2 samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.  

Þeim konum sem hugnast náttúruleg fæðing í heimilislegu umhverfi er því velkomið að hafa samband og fá nánari upplýsingar.

 

Nánari viðmið fyrir fæðingu

Hvenær á ég að hafa samband ?

Til að bóka sig í þjónustu hjá Björkinni er best að smella á flipann "Hafa samband" eða senda tölvupóst á bjorkin@bjorkin.is.  Það er velkomið að hafa samband hvenær sem er á meðgöngunni.

Eftir 20 vikna sónar bjóðum við ykkur í viðtal þar sem við metum í sameiningu hvort þessi kostur hentar ykkur.  

Í viðtalinu gefst kostur á að skoða aðstöðuna í fæðingastofunni og fá svör við spurningum sem vakna.  

Við viljum gjarnan heyra frá konum í síðasta lagi á 34-36 viku meðgöngu, hluti af örygginu er að þekkja ljósmóðurina sína og því er ekki í boði að koma inn beint í fæðingu.

Hvernig fer þjónustan fram ?

Verðandi foreldrum er boðið viðtal þar sem við ræðum heilsufar móður og væntingar til fæðingarinnar.  Þá veitum við einnig upplýsingar sem eru mikilvægar til að taka upplýsta ákvörðun um val á fæðingastað.

Við tökum við reglubundinni mæðravernd við 34 vikur, til þess að kynnast verðandi foreldrum og mynda gagnkvæmt traust.  

Sömu ljósmæðurnar sinna fjölskyldunni á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu eftir fæðingu.  Sé stefnt að heimafæðingu fer hluti af mæðravernd fram heima en þegar stefnt er að fæðingu í fæðingastofunni fer mæðraverndin fram þar.  

Þegar kemur að fæðingu er haft samband við ljósmæðurnar sem meta stöðuna ýmist heima eða í fæðingastofunni.

Hvað gerist eftir að barnið er fætt ?

Fjórum til sex tímum eftir fæðingu fer fjölskyldan heim til hvíldar eða ljósmæðurnar fara heim eftir heimafæðingu. Ljósmæðurnar koma heim í fyrstu vitjun innan 6-8 klst og svo einu sinni til tvisvar á dag í 7-10 daga eftir þörfum.

 

Heimaþjónustan miðar að við að styðja við fjölskylduna, aðstoða við brjóstagjöf og fræða foreldrana um umönnun barnsins.