top of page
audur6_edited.jpg

Ferðalagið- Fæðingarundirbúningur

Allt sem verðandi foreldrar þurfa að vita um fæðinguna.  Farið er í gegnum fæðinguna stig af stigi, frætt um við hverju megi búast og hvað er gott að gera á hverju stigi fyrir sig og rætt um hlutverk maka/stuðningsaðila og ljósmæðra í fæðingunni.

 

Markmiðið er að foreldrar fari inn í fæðinguna örugg, laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar. Námskeiðið hentar öllum verðandi foreldrum hvar sem fæðingin mun eiga sér stað.

Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36.viku meðgöngu.

Verð 18.500 kr

No plans availableOnce there are plans available for purchase, you’ll see them here.
audur1_edited.jpg

Samstarfið- Persónulegur Fæðingarundirbúningur

Á þessu námskeiði undirbúa foreldrar sig verklega undir fæðinguna. Við æfum okkur í öndun og slökun, lærum einfalt nudd og aðferðir til að hjálpa okkur í fæðingunni. Við sýnum ykkur stöður og stellingar sem gott er að þekkja fyrir fæðinguna en umfram allt að styrkja ykkur í eigin bjargráðum fyrir fæðingu og hjálpa ykkur að treysta eigin innsæi og vinna með mátt hugans. 

 

Markmiðið er að auðvelda ykkur að vinna með líkamanum og barninu svo þið getið notið upplifunainar af því að fæða barnið. Á þessu námskeiði vinnum við saman svo gott er fyrir parið að mæta saman eða mæta með stuðningsaðila með sér.

Parið hittir ljósmóður sem veitir þeim fæðingarundirbúning aðlagaðan að þeirra þörfum á tíma sem hentar þeim.

Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 30.-38.viku meðgöngu.

verð 49.000 kr

Upphafið

Fyrstu dagarnir

og brjóstagjöf

Markmið með námskeiðinu
Foreldrar öðlist innsýn í fyrstu dagana og öðlist öryggi í umönnun nýburans.

Þekki eðlilega hegðun nýfædda barnsins og að foreldrar læri að lesa í hegðun þess.
Upphaf brjóstagjafar eru gefin góð skil, mjólkurmynd og gæði brjóstamjólkur. 
Farið yfir rétt grip barnin
s við brjóstið og farið yfir stöður og stellingar í brjóstagjöf.
Að lokum er farið yfir helstu hindranir og áskoranir í brjóstagjöf og hvert á að leita ef upp koma vandamál.
Lögð er áhersla á stuðning maka/stuðningsaðila þessa daga, bæði varðandi umönnun barnsin
s og eins mikilvægi stuðning við mjólkandi móður en það er ein af forsendum þess að brjóstagjöfin gangi vel.
Á námskeiðinu er farið yfir öll þessi atriði auk fjölda annarra sem tengjast þessum fyrstu dögum eftir fæðingu barns.

Námskeiðið er þannig uppbyggt að þið horfið á það heima og komið síðan í Björkina þar sem við ræðum um fyrstu dagana, förum yfir stellingar og stöður við brjóstagjöf og svörum spurningum. Námskeiðið er opið fyrir ykkur í 4 mánuði þannig að hægt er að horfa á það oftar en einu sinni. 

 

Næstu námskeið:

12. september Ferðalagið - Fæðingarundirbúningur       kl 17:00 - 20:00 í Björkinni

13. september Jóga nidra                                        kl 14:30 - 16:00 í Yoga og heilsa Síðumúla 15

27. september Jóga nidra                                        kl 14:30 - 16:00 í Yoga og heilsa Síðumúla 15.          

10. október  Ferðalagið - Fæðingarundirbúningur         kl 17:00 - 20:00 í Björkinni

11. október Jóga nidra                                            kl 14:30 í Yoga og heilsa Síðumúla 15 

25. október Jóga nidra                                            kl 14:30 í Yoga og heilsa Síðumúla 15

7. nóvember Ferðaagið - Fæðingarundirbúningur          kl 17:00 -20:00 í Björkinni

9. nóvember Jóga nidra                                           kl 14:30 í Yoga og heilsa Síðumúla 15

22. nóvember Jóga nidra                                         kl 14:30 í Yoga og heilsa Síðumúla 15

11 1

kkll

 

            

_edited.jpg

Jóga Nidra - slökun og undirbúningur fyrir fæðingu

Jóga Nidra tímar með Elvu Rut og Hrafnhildi ljósmæðrum Bjarkarinnar. Unnið er með ásetning er miðar að auknum styrk og ró í fæðingu og vikunum eftir fæðingu.

 

Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er jóga nidra meðvituð djúp slökun, eða liggjandi leidd hugleiðsla. Í jóga nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna.
Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi.

Jóga nidra hentar vel á meðgöngu til að takast á við breytingar líkamans og huga við undirbúning móðurhlutverksins. Í tímanum fræðum við um meðgöngu og fæðingu, förum í mjúkar jógastöður áður en farið er í djúpslökun

Verð 3000 kr

bottom of page