Fæðingarundirbúningur

Allt sem verðandi foreldrar þurfa að vita um fæðinguna.  Farið er í gegnum fæðinguna stig af stigi, frætt um við hverju megi búast og hvað er gott að gera á hverju stigi fyrir sig og rætt um hlutverk maka/stuðningsaðila og ljósmæðra í fæðingunni.

 

Markmiðið er að foreldrar fari inn í fæðinguna örugg, laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar.

Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36.viku meðgöngu.

Næstu námskeið

10.ágúst    kl.17:30-  fullt

24.ágúst    kl.17:30-  að fyllast         

  7.sept     kl.17:30-  

21.sept     kl.17:30-  

5.október   kl.17:30

19.október kl.17:30

Brjóstagjöf og fyrstu dagar barnsins

Markmið þessa námskeiðs er að veita foreldrum nauðsynlega þekkingu til þess að stíga fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu af öryggi. Fjallað er um hagnýt atriði, allt frá fyrstu mínútum eftir fæðingu og hvernig þarfir barnsins breytast fyrstu dagana og vikurnar.

 

Farið er yfir gjafastellingar, algengustu spurningar nýbakaðra foreldra og mikilvæga þætti í umönnun barnsins. Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðilla bæði á námskeiðinu og í stuðningi við brjóstagjöf eftir að barnið er komið í heiminn.

Næstu námskeið:

17.ágúst         kl.17:30  - eitt laust pláss

31.ágúst        kl.17:30  

14.september kl.17:30  

12.október     kl.17:30  

9.nóvember    kl.17:30