top of page

Ferðalagið- Fæðingarundirbúningur

Allt sem verðandi foreldrar þurfa að vita um fæðinguna.  Farið er í gegnum fæðinguna stig af stigi, frætt um við hverju megi búast og hvað er gott að gera á hverju stigi fyrir sig og rætt um hlutverk maka/stuðningsaðila og ljósmæðra í fæðingunni.

 

Markmiðið er að foreldrar fari inn í fæðinguna örugg, laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar. Námskeiðið hentar öllum verðandi foreldrum hvar sem fæðingin mun eiga sér stað.

Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36.viku meðgöngu.

Sjá dagsetningar neðst á síðunni.

Upphafið - Fyrstu dagarnir og brjóstagjöf

Markmið með námskeiðinu
Foreldrar öðlist innsýn í fyrstu dagana og öðlist öryggi í umönnun nýburans.
Þekki eðlilega hegðun nýfædda barnsins og að foreldrar læri að lesa í hegðun þess.
Upphaf brjóstagjafar eru gefin góð skil, mjólkurmynd og gæði brjóstamjólkur. 
Farið yfir rétt grip barnins við brjóstið og farið yfir stöður og stellingar í brjóstagjöf.
Að lokum er farið yfir helstu hindranir og áskoranir í brjóstagjöf og hvert á að leita ef upp koma vandamál.
Lögð er áhersla á stuðning maka/stuðningsaðila þessa daga, bæði varðandi umönnun barnsins og eins mikilvægi stuðning við mjólkandi móður en það er ein af forsendum þess að brjóstagjöfin gangi vel.
Á námskeiðinu er farið yfir öll þessi atriði auk fjölda annarra sem tengjast þessum fyrstu dögum eftir fæðingu barns.
Námskeiðið er þannig uppbyggt að þið horfið á það heima og komið síðan í Björkina þar sem við ræðum um fyrstu dagana, förum yfir stellingar og stöður við brjóstagjöf og svörum spurningum. Námskeiðið er
opið fyrir ykkur í 4 mánuði þannig að hægt er að horfa á það oftar en einu sinni. Við mælum eindregið með því að þið skráið ykkur eftir að þið hafið horft á námskeiðið.

 

Næstu námskeið:

11. jan. Upphafið - Fyrstu dagarnir og brjóstagjöf     kl 20:00 Hittingur í Björkinni eftir netnámskeið 

7. feb.  Ferðalagið - Fæðingarundirbúningur            kl 17:00- 20:00 Staðarnámskeið 3 klst

15. feb. Upphafið - Fyrstu dagarnir og brjóstagjöf     kl 17:00 Hittingur í Björkinni eftir netnámskeið

7.mars  Ferðalagið - Fæðingarundirbúningur            kl 17:00- 20:00 Staðarnámskeið 3 klst

8. mars  Upphafið - Fyrstu dagarnir og brjóstagjöf     kl 17:00 Hittingur í Björkinni eftir netnámskeið

Nánari upplýsingar um Upphafið - Fyrstu dagarnir og brjóstagjöf brjostaradgjof@bjorkin.is 

bottom of page