Ljósmæður Bjarkarinnar

Arney Þórarinsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Eigandi / Teymi 1
Arney er framkvæmdarstýra og annar eigandi Bjarkarinnar. Hún útskrifaðist úr ljósmóðurfræði árið 2009 og tók þátt í stofnun Bjarkarinnar haustið sama ár. Hún hefur starfað sem ljósmóðir hjá Björkinni frá upphafi.
Arney sækir orku í náttúruna og elskar að fara í stuttar og langar göngur í öllum veðrum. Hún notar líka hvert tækifæri til að svamla í ísköldum sjónum eða kæla sig í kalda pottinum.

Ásta Hlín Ólafsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 1
Ásta Hlín útskrifaðist sem ljósmóðir í Noregi árið 2005 og hefur starfað í faginu síðan, bæði á fæðingardeildum, sængurlegudeildum, og heilsugæslu. Hún hóf störf í Björkinni í október 2018.
Ásta er söngfuglinn okkar, býr til bestu bláberjasultu norðan alpafjalla og á það til að draga aðrar ljósmæður út að hlaupa.

Elva Rut Helgadóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 1
Elva útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1996 og ljósmóðir 2006. Hún hefur starfað á fæðingardeildum, meðgöngudeild, í heimaþjónustum og kennt meðgöngujóga í Jógasetrinu frá 2016. Hún hóf störf í Björkinni 2017 og tók þátt í undirbúningi og stofnun fæðingarheimilis Bjarkarinnar.
Elva nýtur sín best í utanvegahlaupum, hún er mikil fjölskyldukona og mjög heimakær.

Hrafnhildur Halldórsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Eigandi / Teymi 1
Hrafnhildur er annar eigandi Bjarkarinnar og stjórnarformaður. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2001 og sem ljósmóðir 2009. Hrafnhildur hefur starfað í Björkinni frá upphafi.
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á málefnum kvenna og kvennakrafti, töfrum bernskunnar og öllu sem viðkemur fjölskyldunni. Hún elskar að dansa, njóta tónlistar og lesa.

Harpa Ósk Valgeirsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Verkefnastjóri / Handleiðsla
Harpa útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2007 og ljósmóðir árið 2009. Hún hefur bætt við sig menntun í heilsufarsmati nýbura, getnaðarvarnarráðgjöf og faghandleiðslu heilbrigðisstétta.
Styðjandi umhverfi við fæðandi konur er eitt helsta baráttumál Hörpu. Hún er náttúrubarn og nýtur sín best í útilegu með fjölskyldu og góðum vinum. Ekki sakar að vera með gott kaffi á kanntinum.





