19 nóvember 38+5
Það byrjaði um kl 1:30 um nóttina, ég var að snúa mér og ég fann að ég “missti vatnið” svo heldur áfram að koma smá vatn annað slagið fram undir morgun, en engir verkir með. Hausinn fer alveg á flug, vá getur það verið að hann sé bara að koma núna/í dag? Hvað á eftir að gera? Enn spennandi, hvaða dagur er í dag? 19 nóvember, vá það væri gaman ef hann kæmi í dag (systir hans er fædd 19 mars 2018).
Ég hringi svo í Ástu um morguninn og segi henni frá þessu, hún segir bara ekkert stress, tökum stöðuna í hádeginu svo ég held bara áfram að bíða eftir verkjunum en ekkert að gerast.
Ásta hringir svo í mig í hádeginu og vill senda mig uppá fæðingarvakt á Landspítalanum í tékk, ath hvort þetta hafi verið legvatnið og þá græja plan í framhaldinu, ég fer á LSH í allsherjar skoðun en þar segir ljósan mér að þetta hafi ekki verið legvatnið og við getum því slakað á og ég hætt að bíða eftir verkjunum.
Finn svo svona uppúr kl 16 að ég sé með svona smá túrverkjaseiðing en ekkert “merkilegt”, finn svo að þeir ágerast frekar hratt en eru ekki það reglulegir, ég hringi í Ástu um kl 19:40 og hún kemur ca 1 klst seinna að kíkja á mig og meta stöðuna, hún sér strax að ég sé komin lengra af stað í fæðingu en ég þorði að vona en tékkar samt á mér.
Þarna er ég komin með 7 í útvíkkun og Ásta hleypur í úlpuna sína og skó og bara sjáumst í Björkinni!
Ingvar nær í allt dótið og fer með útí bíl og við brunum af stað.
Við mætum í Björkina kl 20:50, rétt á eftir Ástu, ég var búin að samþykkja að leyfa nema vera viðstadda fæðinguna og Ásta spyr aftur og ég segi já auðvitað (en hugsa samt, hún nær því aldrei haha).
Ég er með frekar mikla verki og Ásta spyr hvort að ég sé ekki bara tilbúin að rembast svo ég kem með fyrir í rúminu og hann er fæddur 21:05! 15 min eftir að við mættum!
Ég sá ekki nemann né Elvu fyrr en eftir að hann var fæddur, ég veit ekki hvernig þær náðu að vera viðstaddar haha en þeim tókst það!
Svo hann náði að fæðast 19 Nóvember eftir allt saman.
Comentarios