top of page
Search

Hvað þarf ég að hafa tilbúið ?

Updated: Jul 9, 2020

Fyrir heimafæðingu

Það er ekki mikið sem þarf fyrir fæðingu sem ekki er til á venjulegu heimili en þó eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa við höndina.

  • Fæðingarlaug (hægt að leigja hjá Björkinni).

  • Plast í laug (fæst hjá Björkinni).

  • 10 stk undirbreiðslur (fást í lyfjabúðum, einnig í pakkanum*).

  • Bindi “Tena lady” (fást í lyfjabúðum, einnig í pakkanum*).

  • Góður stafli af handklæðum.

  • Nokkrar taubleyjur til að þurrka barninu strax eftir fæðingu

  • Mjúkt handklæði fyrir barnið.

  • Hitapoki og/eða kælipoki, hægt að nota til verkjastillingar í fæðingu.

  • Matur og drykkir

  • Kerti og tónlist ef fólk vill.

  • Verkjalyf eftir fæðinguna (panodil og íbúfen).

  • Tösku og bílstól, tilbúð til að fara með á sjúkrahús ef þörf krefur.

* Hægt er að kaupa hjá Björkinni pakka með 10 undirbreiðslum, tveimur stærðum af bindum sem duga fyrsta sólahringinn (9 stk), einnota nærbuxum, grisjupakka (nýtist í fæðingunni og gott að nota til að þvo barninu þegar skipt er um bleiu) og hönskum. Verð 2300 kr.

Fyrir fæðingastofuna eða sjúkrahústösku

Nauðsynlegt:

  • Föt og bleyjur á barnið (t.d. 2 samfellur, buxur/sokkabuxur, peysa, heimferðarsett, húfa, 4 bleyjur)

  • Föt til skiptana fyrir báða foreldra

  • Bílstóll fyrir barnið

Gott og gaman að hafa:

  • Myndavél eða síma sem tekur myndir

  • Sundföt fyrir báða foreldra ef vill

  • Inniskó/slopp

  • Þægileg og kósý föt

  • Mat og drykk (aðgengi að ísskáp og örbylgjuofni á fæðingastofunni)

  • Orkugefandi snarl

  • Uppáhalds tónlistina (bluetooth hátalari á staðnum)

  • Mjúkt teppi fyrir barnið

  • Uppáhalds ilmolíu eða nuddolíu


Fyrir barnið þegar heim er komið

Lítið barn þarf ekki mikið fyrstu vikur ævinnar nema nærveru og umhyggju foreldra sinna. Hér er listi yfir það allra nauðsynlegasta sem gott er að eiga fyrir heimkomu.

  • 6 Samfellur stutterma og/eða langerma

  • 6 sokkabuxur og/eða mjúkar buxur

  • Sokkar

  • Ein þunn húfa og ein þykk húfa

  • Þykk peysa og buxur (prjónað, ull eða flísföt)

  • Heilgalli

  • 3 Náttgallar

  • Einnota nýburableyjur (viku gamalt barn notar um 6-12 bleyjur á sólahring)

  • Taubleyjur (gott að eiga 18-24 umganga af taubleyjum ef ætlunin er að nota ekki einnota bleyjur)

  • Grisjur, svampar eða þvottapokar til að þvo bleyjusvæði

  • 6-12 gasbleyjur/æluklúta

  • Þunnt teppi sem er hægt að vefja barnið í

  • Sæng og vagga eða rúm

  • Bali til að baða í

4,577 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page