top of page
Search

Þjónusta ljósmæðra í fæðingu



Arney ljósmóðir að skrifa fæðingaskýrslu eftir fallega heimafæðingu

Ljósmæður eru sérfræðingar í eðlilegu fæðingarferli og eru þjálfaðar í að greina þegar eitthvað bregður út af og grípa einungis inní ef þörf er á.

Ljósmóðir í heimafæðingu fylgist vel með líðan móður og barns. Hún útskýrir fyrir móður og öðrum aðstandendum hvað hún er að gera og af hverju. Ljósmóðirin er til staðar án þess þó að stjórna aðstæðum. Hennar hlutverk er að veita konunni stuðning og leyfa orku fæðingarinnar að flæða um líkama konunnar og hjálpa henni að finna styrk innra með sér.


Kona sem vill fæða heima hefur samband við heimafæðingarljósmóður og þær koma sér saman um hvenær þær hittast til að ræða málin. Ljósmóðirin hittir konuna og fjölskyldu hennar a.m.k. fjórum sinnum á meðgöngunni. Þá er rætt um fæðinguna, væntingar og óskir konunnar og fjölskyldunnar auk þess sem ljósmóðirin gerir mæðraskoðun. Ljósmóðirin kynnist því konunni og fjölskyldu hennar vel áður en kemur að fæðingunni.


Þegar konan telur að fæðingin sé hafin hringir hún í ljósmóðurina sína sem kemur heim til konunnar og metur gang mála. Í upphafi fæðingar er ein ljósmóðir viðstödd en þegar fer að líða að fæðingu barnsins kemur önnur ljósmóðir til aðstoðar þar sem gott getur verið að hafa auka hendur til taks. Fjölskyldan er yfirleitt búin að hitta aðstoðarljósmóðurina fyrir fæðinguna. Þegar barnið er fætt er ljósmóðirin hjá fjölskyldunni í a.m.k. 2 klst. Hún fylgist með líðan móður og barns eftir fæðinguna og aðstoðar við brjóstagjöf eftir þörfum.


Ljósmóðirin sinnir einnig fjölskyldunni eftir fæðinguna. Ljósmóðirin kemur reglulega til fjölskyldunnar fyrstu vikuna eftir fæðingu, 1-2 á dag eftir þörfum. Það er metið hverju sinni hversu oft ljósmóðirin kemur. Ljósmóðirin veitir nýbökuðum foreldrum fræðslu og stuðning auk þess sem fylgst er með andlegu og líkamlegu heilbrigði og brugðist við þeim vandamálum sem upp geta komið tengt brjóstagjöf, nýburagulu o.fl.

Ljósmæður í heimafæðingum hafa leyfi landlækis til að starfa í heimafæðingum. Þær fá greitt frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðstoð við fæðingu og vitjanir fyrir og eftir fæðingu.

728 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page