Search

Líkamlegar breytingar á meðgönguÁ meðgöngu verða miklar lífeðlisfræðilegar breytingar á líkama konunnar. Þessar breytingar verða vegna áhrifa hormóna og eru til þess að undirbúa það sem framundan er, fæðingu og brjóstagjöf. Það sem breytist í líkamanum er m.a. blóðrásin, stækkun verður á legvöðvanum, það teygist á legböndum og brjóstin stækka. Með þessum breytingum er líkaminn að hlúa að hinu vaxandi lífi. Líkaminn lagar sig að breyttu hlutverki og konan finnur stöðugt fyrir þessum umskiptum. Nýjar kröfur eru gerðar til líkama konunar þar sem hún andar, meltir og útskilur ekki bara fyrir sjálfa sig heldur líka fyrir barnið sitt sem er að vaxa og dafna. Kvennlíkaminn er gerður til þess að ganga með og fæða börn og því upplifa margar konur meðgönguna sem tíma heilbrigðis og lífskrafts. Með því að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat, hreyfa sig skynsamlega og vera í tengslum við tilfinningar sínar stuðlar konan að andlegri og líkamlegri vellíðan sinni á meðgöngunni.

Þrjú tímabil meðgöngu

Meðgöngu hefur oft verið skipt í þrjú tímabil. Fyrsti er þriðjungur er fyrstu 12 vikurnar og eins og margar konur kannast við geta þessar vikur einkennst af þreytu, ógleði og sumar konur upplifa óvissu og jafnvel ótta á þessu tímabili. Ákveðinn léttir fylgir oft þegar þessar fyrstu vikur eru liðnar og þá fer fólk oft að deila þunguninni með öðrum.

Annar þriðjungur er frá 13 -26 viku meðgöngu . Á þessu tímabili meðgöngunnar líður móðurinni jafnan vel; ógleðin er oftast horfin, þreytan er á undanhaldi og orkan er meiri. Konan fer yfirleitt að njóta þess að vera með barni. Mörgum konum líður aldrei betur en á þessum tíma.

Þriðji þriðjungur er frá 27 viku til loka meðgöngu. Væntanleg fæðing kemur æ oftar upp í hugann. Eftirvænting og tilhlökkun eftir því að sjá barnið, fá það í fangið og snerta það er verðandi foreldrum ofarlega í huga. Einnig geta áhyggjur af því hvernig fæðingin muni ganga og hvort allt verði í lagi með barnið skotið upp kollinum. Þetta er tíminn sem verðandi foreldrar nota oftast til að undirbúa fæðingu barnsins og foreldrahlutverkið.

Breytt líkamsstarfsemi

Flestar breytingar sem verða á líkama konunnar verða vegna hormónaáhrifa frá móður og fylgju barnsins. Helstu hormónin eru HCG, oestrogegn, progesteron og relaxin. Hormónin hafa áhrif á starfsemi allra kerfa líkamans til að hjálpa líkamanum að takast á við meðgönguna, fæðinguna og umönnun ungbarns eftir fæðingu.

Margar konur upplifa að þær hafi ekki stjórn á líkamanum sínum lengur. Margar þessara breytinga ganga til til baka en aðrar ekki. Þessar breytingar á líkama kvenna geta haft áhrif á líkamsímynd meðgöngu og eftir fæðingu. Misjafnt er hvernig konur takast á við þessar breytingar og því er mikilvægt að huga vel að andlegri líðan. Gott er að taka vel á móti þessum breytingum, hugsa jákvætt um þær og taka þeim sem eðlilegum hluta af meðgöngu.


Hjarta og æðakerfi

Hjarta konunnar stækkar um 12% á meðgöngunni, það eykur afköst sín smám saman um 40% á fyrstu tveimur þriðjungum meðgöngu. Allar æðar líkamans víkka á meðgöngunni til að geta flutt meira blóð til og frá líffærum líkamans. Því er eðlilegt að blóðþrýstingur lækki um miðja meðgöngu, en er oftast komin aftur í eðlilegt horf undir lok meðgöngu. Allar æðar gildna á meðgöngu. Sumar konur finna fyrir því að þeim verður ómótt, þær geta fundið fyrir yfirliðs tilfinningu og það getur jafnvel liðið yfir konur. Þetta getur gerst vegna þrýstings sem verður á stóra æð sem liggur í grindarholinu og að hjartanau (vena cava inferior). Hún flytur blóð frá neðri hluta líkamans til hjartans. Þegar legið stækkar á meðgöngunni getur það þrýst á þessa æð og klemmt hana. Við það minnkar blóðflæði til hjartans og þar með blóðflæði frá hjarta líka. Þetta veldur því að það hægist á hjartslætti, blóðþrýstingur lækkar og það veldur þessum einkennum. Vissar stellingar auka líkur á þessum óþægindum, t.d. ef kona liggur á bakinu eru auknar líkur á að æðin klemmist, og vissar setstellingar. Til að forðast að þetta komi fyrir getur verið gott að liggja á vinstri hlið þegar þú ert að hvíla þig.


Blóðvökvi eykst um 20-50% á meðgöngu. Aukningin fer eftir stærð konunnar, hvort hún gengur með fyrsta barn eða hefur gengið með barn áður og hvort hún gengur með eitt eða fleiri börn. Rauðu blóðkornunum fjölgar um 20% og heildarblóðmagnið eykst um 40%. Líkaminn eykur flutning á næringarefnum og þá sérstaklega súrefnis um blóðrásina, en rauðu blóðkornin sjá um hann. Þar sem blóðvökvi eykst hlufallslega meira en blóðkorna á meðgöngunni, getur blóðrauði (hemoglobin)virðst minni hjá þungaðri konu en hjá konu sem er ekki með barni. Þar sem súrefnisflutningur er bæði móður og barni mikilvægur er fylgst með því í mæðraverndinni að blóðrauðinn minnki ekki of mikið.

Á meðgöngunni eykst virkni blóðstorknunar og því er meiri hætta á blóðtappa á meðgöngu. Þetta er leið líkamans til að auka hraða á storknun blóðs í fæðingu þannig að sem minnst af blóði tapist í fæðingu.

Hvítum blóðkornum fjölgar til að geta tekist á við sýkingar en HCG hormónið bælir viðbrögð ónæmiskerfisins til að leyfa meðgöngunni að halda áfram. Því yfirleitt ræðst ónæmiskerfið á óþekkta hluti í líkamanum,líkt og fóstur er í legi móður. Aftur á móti verður konan í aukinni hættu á sýkingum og þá sérstaklega þvagfæra sýkingum og sýkingum í leggöngum hvort sem er að völdum sveppa eða baktería.

Þvagfæri

Gyllinæð og æðahnútar

Þegar legið stækkar þrýstir það niður í grindarhol og minkar getu bláæða til að skila blóði aftur til hjartans. Myndast þá bakþrýstingur í þeim sem getur valdið æðahnútum. Helstu staðir eru á fótleggjum og í endaþarmi en í endaþarmi kallast æðahnútar gyllinæð. Gyllinæð er líka vandamál sem tengist auknum þrýstingi niður í grindarhol, sérstaklega þegar barnið er búið að skorða sig og j