top of page
vor2021.jpg

Við mætum þér á þínum forsendum

Ljósmæður Bjarkarinnar veita heildræna og samfelda þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu dagana með nýja barninu.

 

Við leitumst við að styðja verðandi foreldra á eigin forsendum með fræðslu, ráðgjöf, og eflingu eðlilegra fæðinga.

Arney Þórarinsdóttir

 Framkvæmdastjóri/Eigandi/ Ljósmóðir

arney@bjorkin.is

Teymi 1

664-9081

Arney er eigandi og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar.  

Arney elskar langar fjallgöngur og að fara út að ganga í rigningu með hundinn sinn hann Balta

Ásta Hlín Ólafsdóttir

Ljósmóðir

astahlin@bjorkin.is

Teymi 1

664-9082

astahlin.jpg

Ásta er söngfuglinn okkar, býr til bestu bláberjasultu norðan alpafjalla og á það til að draga aðrar ljósmæður með sér út að hlaupa.

Elva Rut Helgadóttir

Ljósmóðir

elvarut@bjorkin.is

Teymi 1

664-9087

Elva Rut er helsti jóga gúrúinn okkar og kennir meðgöngu jóga í Jógasetrinu.  

Elva byrjar oftast daginn á hressandi göngu með hundana tvo. 

Harpa Ósk Valgeirsdóttir

Verkefnastjóri/Ljósmóðir

harpa@bjorkin.is

664-9086

Harpa er vef og verkefnastjóri Bjarkarinnar.  

Harpa elskar gott nýmalað kaffi og finnst best að njóta þess í útilegu með fallegu útsýni 

Hildur Ármannsdóttir

Brjóstagjafaráðgjafi/Ljósmóðir

hildur@bjorkin.is

Hildur er nýgræðingur í golfinu og spókar sig á golfvöllum með hressum skvísum alltaf þegar hún er ekki á vaktinni.

hildur.bw.png

Hrafnhildur Halldórsdóttir

Eigandi/Ljósmóðir

hrafnhildur@bjorkin.is

Teymi 1 

664-9083

Hrafnhildur er eigandi og stjórnarformaður Bjarkarinnar. 

Hrafnhildur er aðal zumba gella Bjarkarinnar og elskar að labba út í fjöru og anda að sér hafinu.

Sunna María Schram

Ljósmóðir

sunnams@bjorkin.is

Teymi 2

793-9080

Sunna hringur.png

Una Kristín Guðmundsdóttir

Ljósmóðir

una@bjorkin.is

Teymi 2

664-9084

una hringur.png

Rut Guðmundsdóttir

Ljósmóðir

rut@bjorkin.is

Teymi 2

664-9085

Rut er í fæðingarorlofi þessa dagana og nýtur þess að kúra heima með strákana sína þrjá.

rut.png
Bruntona2.jpg

Hugmyndafræði Bjarkarinnar

Öryggi og samfella í þjónustu á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu

Mikilvægt er að konur finni til öryggis á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu og hafi stuðning ljósmóður í öllu ferlinu.

Samfelld þjónusta ljósmóður stuðlar að aukinni öryggistilfinningu og jákvæðri útkomu fyrir konur og fjölskyldur þeirra.

Mikilvægt er að konur geti valið þá þjónustu sem hentar þeim og fjölskyldum þeirra best. Konur vilja í auknum mæli fá samfellda þjónustu ljósmóður sé þess kostur.

 Markmið Bjarkarinnar er að koma til móts við þessar þarfir með því að veita samfellda þjónustu þeim konum sem stefna á heimafæðingu eða fæðingu í fæðingastofunni og bjóða upp á námskeið og ráðgjöf þar sem áhersla er lögð á undirbúning fyrir eðlilega fæðingu og fyrstu dagana eftir fæðingu.

Björkin

allar.jpg

Björkin er fyrirtæki stofnað árið 2009 af níu framsæknum ljósmæðrum. Í dag er Björkin rekin af þeim Arneyju Þórarinsdóttur ljósmóður og Hrafnhildi Halldórsdóttur ljósmóður. Markmið Bjarkarinnar er að auka valkosti kvenna í barneignarferlinu og stuðla að samfelldri þjónustu með áherslu á heimafæðingar og nú með tilkomu Fæðingastofu Bjarkarinnar í maí 2017 hefur val kvenna í fæðingu aukist til muna. Starfsemi Bjarkarinnar er í stöðugri þróun.

 

Nafnið er dregið af rúninni Björk/Bjarkan sem táknar nýtt upphaf, vöxt og frjósemi. Þetta er rún kvenlegrar frjósemi, kærleika og hógværðar. Rúnin tengist einnig hamingju í fjölskyldu og móðurhlutverkinu. Hún hefur jákvæða sköpunarorku og hjálpar til við getnað, meðgöngu og fæðingu.

Með merki Bjarkarinnar er leitast eftir að hafa áberandi umhyggju og kvenleika. Hringformið táknar eilífðina og er vísun í kúluna. Hringurinn táknar einnig faðmlag þar sem móðirin og barn hennar eru í öruggum höndum ljósmóðurinnar. Baugurinn undir táknar vöggu og greinin sem hangir yfir er vernd ljósmóðurinnar. Greinin er einnig vísun í merki Ljósmæðrafélags Íslands.

bottom of page