top of page
Search

Leiðir til að vinna með hríðunum í fæðingu


Fæðingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Sumar konur fara í gegn um fæðinguna á önduninni einni saman en flestar konur þurfa þó að styðja sig við hjálplegar leiðir og aðferðir til að eiga auðveldara með að vinna sig í gegn um hríðarnar. Í þessum pistli má finna gott yfirlit yfir þær lyfjalausu leiðir sem reynst hafa vel.


Stuðningur í fæðingu:

  • Mikilvægt er að velja sér aðila sem veitir manni stuðning og manni líður vel með og treystir. Oftast er það maki en stundum einhver annar. Ef maki er stuðningsaðili má ekki gleyma því að hann er líka að verða foreldri og stundum þurfa báðir foreldrar á stuðningi að halda í fæðingunni.

  • Góður stuðningur getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingar. Losun hríðahormónsins oxytocín og losun endorfína eykst og það dregur úr magni streituhormóna í blóðinu, það stuðlar að eðlilegum gangi fæðingarinnar.

  • Konan nær betri slökun og á auðveldara með að einbeita sér að því að anda sig gegnum hríðarnar ef hún er með góðan stuðning í fæðingunni. Með góðum stuðningi eru auknar líkur á jákvæðari upplifun af fæðingunni og tilfinningu um að hafa stjórn sem er konunni svo mikilvægt.

  • Stuðningur getur m.a. lýst sér í að bjóða konunni nudd, gefa henni að drekka/borða, blautur klútur á ennið getur gert kraftaverk og verið kærkominn hjálp þegar á reynir. Stuðningsaðilinn getur hjálpað konunni að skipta um stellingar og að fara á klósettið.

  • Gott er að segja henni hvað hún standi sig vel og minna hana á að hver hríð færir hana nær barninu. Umfram allt er best fyrir báða foreldra að reyna að njóta þess að vera í fæðingunni, því fæðing barns er ein af stærstu stundum í lífi hvers einstaklings.

  • Mikilvægt er að velja sér aðila sem veitir manni stuðning og manni líður vel með og treystir. Oftast er það maki en stundum einhver annar. Ef maki er stuðningsaðili má ekki gleyma því að hann er líka að verða foreldri og stundum þurfa báðir foreldrar á stuðningi að halda í fæðingunni.

  • Góður stuðningur getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingar. Losun hríðahormónsins oxytocín og losun endorfína eykst og það dregur úr magni streituhormóna í blóðinu, það stuðlar að eðlilegum gangi fæðingarinnar.

Heitir/kaldir bakstrar

  • Þá er hægt að nota á öllum stigum fæðingar.

  • Þeir auka losun endorfína og hafa áhrif á skynjun hríðaverkja.

  • Oft notað á spjaldhrygginn, undir kúluna og á spöng.

  • Hægt er að nota bæði heita og kalda bakstra.

  • Hitapokar, gelpokar, klútar með heitu eða köldu vatni.


Nálstungur:

  • Byggist á Kínverskri læknisfræði, nálastungur hafa verið notaðar í yfir 4000 ár.

  • Þær hafa náð mikilli útbreiðslu og ljósmæður hafa tileinkað sér þessa meðferð á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu.

  • Gjarnan notað við ógleði/uppköstum, grindarverkjum, til slökunar, verkjastillingar, við fastri fylgju, hríðaleysi o.fl.

  • Þetta er lyfjalaus meðferð og án allra skaðlegra áhrifa á móður og barn.

  • Best að nota þegar útvíkkun er 4-7 cm.

  • Má nota með öðrum verkjameðferðum.

Vatnsbólur undir húð:

  • Þær draga úr skynjun hríðaverkja með því að auka endorfín framleiðslu.

  • Sótthreinsuðu vatni er sprautað undir húð, undir kúluna, spjaldhrygginn.

  • Verkar í allt að 2 klst.

  • Sviði kemur í húð í c.a. 20-30 sek eftir að vatninu er sprautað í en svo dofnar svæðið.

  • Má endurtaka eins oft og konan óskar eftir.

TNS/Tens

  • Raförvun á húð.

  • Hefur áhrif gegnum skyntaugar á mænu.

  • Eykur framleiðslu endorfína.

  • Byrja að nota strax á 1. stigi fæðingar.

  • Hentar vel konum sem eru nálahræddar.

  • Ekki hægt að nota í baði (rafhlöður).

  • Mismunandi styrkleikar.

  • Algjörlega hættulaust fyrir móður og barn.

  • Ekki nota meðan verið er að hlusta eftir hjartslætti barnsins.

  • Sjúkraþjálfari sýnir hvernig nota á tækið.

  • Hægt að leigja hjá sjúkraþjálfara á Grensási / Meðgöngusund.is


Notkun vatns:

  • Fyrsta vatnsfæðingin á Íslandi var árið 1987.

  • Notkun vatns dregur úr notkun verkjalyfja og getur hraðað framgangi fæðingar, vatnið dregur úr verkjaupplifun mæðra.

  • Notkun sturtunnar gefur góða raun á fyrri stigum fæðingar en gott er að bíða með baðið þar til samdrættir eru orðnir kröftugir.

  • Vatnið er öruggt fyrir móður og barn.

  • Veitir friðsælt umhverfi, mjúk lending fyrir krílið í þennan heim.

  • Veitir slökun.

  • Losun endorfína, ↑ oxytocín, ↓ katekólamín

  • Auðveldar hreyfingu.

  • Minnkar líkur á inngripum.

  • Hægt að nýta sér á öllum stigum fæðingar.

  • Gott að nota þegar útvíkkun er a.m.k. 4-5 cm, annars getur lengst á milli hríða.

  • Algengt að kollur fæðist í einni hríð og búkurinn í þeirri næstu, barnið er oft aðeins bláleitt.

  • Barnið er aðeins lengur að byrja að anda þegar það fæðist í vatni og það grætur oft minna (mýkri lending í heiminn), þetta hefur engin áhrif á líðan barnsins eftir fæðinguna.

Glaðloft:

  • Má nota á öllum stigum fæðingar.

  • Full virkni fæst eftir 40-60 sek og áhrifin byrja að koma fram eftir u.þ.b 5 andardrætti eða 20 sek.

  • Þegar innöndun glaðlofts er hætt tekur það 2-5 mín fyrir líkamann að skilja það út.

  • Má nota með öðrum verkjameðferðum.

  • Maskinn skal ná þétt yfir munn og nef. Anda djúp og hægt í maskann þegar hríðin er að byrja því þá hefur hámarksvirkni náðst í toppnum á hríðinni. Hvíla milli hríða.

  • Aukaverkanir: ógleði, uppköst, oföndun, dofi í höndum, ofskynjanir, sljóleiki.

Öndun:

  • Djúp, taktföst öndun hjálpar konunni að vinna með hríðunum.

  • Djúp öndun veitir slökun og eykur losun endorfína.

  • Ávinningur:

  • Hefur róandi áhrif.

  • Hjálpar konunni að beina athyglinni inná við

  • Losar spennu úr vöðvum.

  • Eykur súrefnismagn í blóði sem er gott fyrir konuna og barnið.


Nudd:

  • Hefur áhrif á skynjun hríðaverkja í fæðingu.

  • Hægt að nota á öllum stigum fæðingar.

  • Markmið þess sem nuddar er að aðstoða konuna gegnum hríðarnar.

  • Best að hlusta á konuna og nudda hana eins og henni þykir best.

  • Hægar og taktfastar strokur, nota skal alla hendina.

  • Strokur yfir rassinn niður fæturnar geta dregið úr vöðvaspennu á þeim svæðum. Að halda utan um axlir og mjaðmir veitir konunni styrk og hvatningu og minnir hana á að reyna að slaka á gegnum hríðina. Fótanudd getur verið mjög gott og ná konur oft að slaka vel á þegar því er beitt.

  • Það er best að nota sömu strokurnar aftur og aftur þannig að konan viti alltaf hvað kemur næst og því truflar nuddið hana ekki.

  • Gott er að nota olíu t.d. með lavender.


Hreyfingar og stellingar á 1. Stigi fæðingar:

  • Það er gott að vera á hreyfingu, ganga, rugga sér í mjöðmum eða dansa.

  • Hjálpar til við útvíkkun.

  • Hjálpar barninu að snúa sér.

  • Konunni líður betur.

  • Best er að vera í uppréttum stellingum

  • Standandi.

  • Sitjandi.

  • Á hnjám.

  • Halla sér fram.

Fæðingastellingar á 2. Stigi fæðingar:

  • Besta stellingin er sú sem konan velur sjálf

  • Kostir uppréttrar stöðu:

  • Konan notar þyngdaraflið til að hjálpa við fæðingu barnsins.

  • Betra blóðflæði milli móðurs og barns.

  • Auðveldar barninu að komast niður grindina.

  • Hríðarnar eru kröftugri.

  • Grindin opnast betur.

  • Gott er að skipta um stellingu.


1,624 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page