Search

Leiðir til að vinna með hríðunum í fæðingu


Fæðingar eru jafn misjafnar og þær eru margar. Sumar konur fara í gegn um fæðinguna á önduninni einni saman en flestar konur þurfa þó að styðja sig við hjálplegar leiðir og aðferðir til að eiga auðveldara með að vinna sig í gegn um hríðarnar. Í þessum pistli má finna gott yfirlit yfir þær lyfjalausu leiðir sem reynst hafa vel.


Stuðningur í fæðingu:

 • Mikilvægt er að velja sér aðila sem veitir manni stuðning og manni líður vel með og treystir. Oftast er það maki en stundum einhver annar. Ef maki er stuðningsaðili má ekki gleyma því að hann er líka að verða foreldri og stundum þurfa báðir foreldrar á stuðningi að halda í fæðingunni.

 • Góður stuðningur getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingar. Losun hríðahormónsins oxytocín og losun endorfína eykst og það dregur úr magni streituhormóna í blóðinu, það stuðlar að eðlilegum gangi fæðingarinnar.

 • Konan nær betri slökun og á auðveldara með að einbeita sér að því að anda sig gegnum hríðarnar ef hún er með góðan stuðning í fæðingunni. Með góðum stuðningi eru auknar líkur á jákvæðari upplifun af fæðingunni og tilfinningu um að hafa stjórn sem er konunni svo mikilvægt.

 • Stuðningur getur m.a. lýst sér í að bjóða konunni nudd, gefa henni að drekka/borða, blautur klútur á ennið getur gert kraftaverk og verið kærkominn hjálp þegar á reynir. Stuðningsaðilinn getur hjálpað konunni að skipta um stellingar og að fara á klósettið.

 • Gott er að segja henni hvað hún standi sig vel og minna hana á að hver hríð færir hana nær barninu. Umfram allt er best fyrir báða foreldra að reyna að njóta þess að vera í fæðingunni, því fæðing barns er ein af stærstu stundum í lífi hvers einstaklings.

 • Mikilvægt er að velja sér aðila sem veitir manni stuðning og manni líður vel með og treystir. Oftast er það maki en stundum einhver annar. Ef maki er stuðningsaðili má ekki gleyma því að hann er líka að verða foreldri og stundum þurfa báðir foreldrar á stuðningi að halda í fæðingunni.

 • Góður stuðningur getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingar. Losun hríðahormónsins oxytocín og losun endorfína eykst og það dregur úr magni streituhormóna í blóðinu, það stuðlar að eðlilegum gangi fæðingarinnar.

Heitir/kaldir bakstrar

 • Þá er hægt að nota á öllum stigum fæðingar.

 • Þeir auka losun endorfína og hafa áhrif á skynjun hríðaverkja.

 • Oft notað á spjaldhrygginn, undir kúluna og á spöng.

 • Hægt er að nota bæði heita og kalda bakstra.

 • Hitapokar, gelpokar, klútar með heitu eða köldu vatni.


Nálstungur:

 • Byggist á Kínverskri læknisfræði, nálastungur hafa verið notaðar í yfir 4000 ár.

 • Þær hafa náð mikilli útbreiðslu og ljósmæður hafa tileinkað sér þessa meðferð á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu.

 • Gjarnan notað við ógleði/uppköstum, grindarverkjum, til slökunar, verkjastillingar, við fastri fylgju, hríðaleysi o.fl.

 • Þetta er lyfjalaus meðferð og án allra skaðlegra áhrifa á móður og barn.

 • Best að nota þegar útvíkkun er 4-7 cm.

 • Má nota með öðrum verkjameðferðum.

Vatnsbólur undir húð:

 • Þær draga úr skynjun hríðaverkja með því að auka endorfín framleiðslu.

 • Sótthreinsuðu vatni er sprautað undir húð, undir kúluna, spjaldhrygginn.

 • Verkar í allt að 2 klst.

 • Sviði kemur í húð í c.a. 20-30 sek eftir að vatninu er sprautað í en svo dofnar svæðið.

 • Má endurtaka eins oft og konan óskar eftir.

TNS/Tens

 • Raförvun á húð.

 • Hefur áhrif gegnum skyntaugar á mænu.

 • Eykur framleiðslu endorfína.

 • Byrja að nota strax á 1. stigi fæðingar.

 • Hentar vel konum sem eru nálahræddar.