Fæðingin þín byrjar hér
Velkomin í Björkina. Við veitum verðandi og nýjum foreldrum og börnum þeirra alhliða umönnun og stuðning.
Reynslumiklar ljósmæður okkar líta á fæðingu sem eðlilegt ferli og veita faglega og persónulega þjónustu.
Áherslan Bjarkarinnar er á valdeflingu verðandi foreldra með fræðslu og stuðningi, svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun og verið við stjórn í barneignarferlinu.
Hafðu samband við okkur í dag til að bóka viðtal og fá leiðsögn um fallegu aðstöðuna
okkar í Síðumúla 10. Ef þú finnur ekki tíma sem hentar sendu okkur þá póst á bjorkin@bjorkin.is og við finnum tíma fyrir þig.
Meðgönguvernd
Við tökum við meðgönguvernd á 34.viku meðgöngu og fáum tækifæri til að kynnast ykkur betur og ræða fæðinguna sem er framundan.
Viðtal
Í fyrstu heimsókn kynnum við þjónustuna og förum yfir heilsufar og væntingar verðandi foreldra.
Fæðingarundirbúningur
Til viðbótar býðst verðandi foreldrum að skrá sig á námskeið sem miðar sérstaklega að fæðingu á eigin forsendum.
Fæðingarheimili
Á fæðingarheimilinu okkar í Síðumúla 10 er góð aðstaða fyrir fæðingu í heimilislegu umhverfi.
Heimafæðing
Ljósmæður Bjarkarinnar hafa í 13 ár stutt fjölskyldur í að fæða börn sín heima, í öruggu umhverfi.
Heimaþjónusta
Eftir fæðingu fylgir ljósmæðrateymið fjölskyldunni eftir í 10 daga.
Námskeið og viðburðir
Námskeið Bjarkarinnar hafa lengi verið vinsæl, en við höfum verið með fæðingarundirbúningsnámskeið síðan árið 2010. Áherslan hjá Björkinni er að efla foreldra í ákvöðrunartöku, að fræða um eðlilegt ferli fæðingar og kenna leiðir til þess að foreldrar geti sjálf stutt við jákvæða fæðingarupplifun.
Ljósmæðurnar okkar eru sérfræðingar í eðlilegum fæðingum og brenna fyrir því að miðla og deila til að styðja þig í ferðalaginu frá bumbu til barns.