top of page
asta.jpg

Fæðingin þín byrjar hér

Velkomin í Björkina. Við veitum verðandi og nýjum foreldrum og börnum þeirra alhliða umönnun og stuðning.

 

Reynslumiklar ljósmæður okkar líta á fæðingu sem eðlilegt ferli og veita faglega og persónulega þjónustu.

 

Áherslan Bjarkarinnar er á valdeflingu verðandi foreldra með fræðslu og stuðningi, svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun og verið við stjórn í barneignarferlinu.

 

Hafðu samband við okkur í dag til að bóka viðtal og fá leiðsögn um fallegu aðstöðuna
okkar í Síðumúla 10. Ef þú finnur ekki tíma sem hentar sendu okkur þá póst á bjorkin@bjorkin.is og við finnum tíma fyrir þig.

Hvernig virkar þjónustan ?

_edited.png

1

Viðtal og opið hús

Í fyrstu heimsókn kynnum við þjónustuna og förum yfir heilsufar og væntingar verðandi foreldra.

Eftir viðtalið er ykkur úthlutað ljósmærateymi sem sér um ykkur frá 34.viku fram að
10 dögum eftir fæðingu.

2

Meðgönguvernd

Teymið þitt tekur við meðgönguverndinni á 34.viku meðgöngu  þar sem fylgst er með heilsufari og við fáum tækifæri til að kynnast ykkur betur og ræða fæðinguna sem er framundan.

Hver skoðun er 30-45 mínútur

3

Fæðing í vændum

Frá 37.viku er í boði að koma á undirbúningskvöld þar ljósmæður bjóða upp á fræðslu um fæðinguna, slökun með ásetningi, ilmkjarnaolíur og nálastungu.

Markmiðið er að undirbúa þig bæði andlega og líkamlega fyrir fæðinguna sem er framundan.

4

Fæðingingaheimili Bjarkarinnar Síðumúla 10

Á fæðingarheimilinu okkar í Síðumúla 10 er góð aðstaða fyrir fæðingu í heimilislegu umhverfi.   
Þegar kemur að fæðingunni hringir þú í ljósmæðrateymið þitt og færð ráðleggingar í byrjun fæðingar, skoðun eftir þörfum og sömu ljósmæður taka á móti ykkur í fæðingarheimilinu þegar tíminn er kominn.

5

Heimafæðing

Ljósmæðrateymið þitt styður þig við undirbúning heimafæðingar á meðgöngunni.  
Þegar kemur að fæðingunni hringir þú í ljósmæðrateymið þitt, færð ráðleggingar í byrjandi fæðingu, skoðun eftir þörfum og svo koma ljósmæðurnar heim til ykkar þegar þið þurfið stuðning.

6

Heimaþjónusta eftir fæðingu

Eftir fæðingu kemur ljósmæðrateymið ykkar heim og hjálpar ykkur með fyrstu skrefin með litla barninu. 

Ljósmóðir kemur daglega fyrstu dagana og fylgir ykkur í 10 daga eftir fæðingu. 

Stutt er við brjóstagjöf, fylgst með að móðir jafni sig vel eftir fæðingu og að barnið dafni vel.

Námskeið og viðburðir

Námskeið Bjarkarinnar hafa lengi verið vinsæl, en við höfum verið með fæðingarundirbúningsnámskeið síðan árið 2010.  Áherslan hjá Björkinni er að efla foreldra í ákvöðrunartöku, að fræða um eðlilegt ferli fæðingar og kenna leiðir til þess að foreldrar geti sjálf stutt við jákvæða fæðingarupplifun.

Ljósmæðurnar okkar eru sérfræðingar í eðlilegum fæðingum og brenna fyrir því að miðla og deila til að styðja þig í ferðalaginu frá bumbu til barns. 

Viltu styrkja Björkina ?

bottom of page