top of page
Search

Steinunn Lea fædd í fæðingastofunni

Updated: Jan 19, 2021

19 mars 2018


Ég byrjaði að finna verki um kl 2-3 um nóttina, reyndi að hvíla mig en gat lítið sem ekkert sofið, tók tímann á milli verkja og þeir voru með ca 10 mín á milli.. sem styttist í ca 7 min á milli þá hringdi ég í Emmu um kl 5 og lét hana vita hvað var að frétta, hún kom svo til okkar um 9-10 leitið, skoðaði mig og þá var ég með ca 3-4 í útvíkkun.


Ég hélt áfram með verkina heima en heyrði svo aftur í Emmu um hádegi og langaði bara að koma í Björkina, sem við gerðum. Áfram héldu verkirnir, ég vældi alltaf annað slagið í Emmu hvað þetta væri vont, svo skoðaði hún mig (hef ekki hugmynd um hvað kl var þá haha) var ég þá komin með um 7-8 í útvíkkun, ég for í sturtu og Emma lét renna í baðið á meðan, Hrafnhildur var þá komin til að vera með í fæðingunni. Ég fór í baðið og leið betur þar, en var alveg harðákveðin í að eiga barnið EKKI í vatninu! Ég var sko löngu búin að ákveða að mig langaði það ekki. Emma og Hrafnhildur sannfærðu mig um að ég þyrfti þess ekki og gæti bara farið uppúr þegar ég vildi. 

Svo fer mig að langa að rembast, en þær sögðu að ég þyrfti ekkert endilega að fara strax uppúr og á meðan mér leið eins vel og hægt var í þessum aðstæðum var ég bara áfram ofaní.  Hrafnhildur var í fullri vinnu að rétta mér kaldan bakstur (ég hefði aldrei trúað hvað það gerir mikið fyrir mann!) ég hélt áfram að rembast og rembast.. þar til barnið var bara komið!.. í vatninu! 

Það var yndislegt að fá hana loks í fangið! Best í heimi! Við knúsuðum hana þar til Ingvar klippti á naflastrenginn og tók hana í fangið. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað klukkan var þarna og svo ég spyr, hvað klukkan sé? og klukkan hvað hún fæddist eiginlega? en hún fæddist kl 16:36. Mig langaði að fara að fara uppúr og losna við fylgjuna, um leið og ég stóð upp í vatninu þá bara kom fylgjan.

Við kúrðum svo uppí rúmi öll saman í góðan tíma, Emma og Hrafnhildur gáfu okkur þessa yndislegu stund til að skoða litla fullkomna barnið okkar, en voru samt ekki langt undan ef okkur vantaði eitthvað.


Nú var komið að því að mæla hana, þá var reyndar Elva komin að leysa Hrafnhildi af, en litla stelpan okkar var fædd 3515gr og 51 cm.


Við klæddum hana, kúrðum svo aðeins meir og störðum bara á þessa fullkomnu manneskju þar til við fórum heim.


Ég hefði ekki getað beðið um betri upplifun, yndislegri ljósmæður eða betri stað til að eiga mitt fyrsta barn á og vona ég að næst þegar við ákveðum að eiga barn getum við endurtekið leikinn með ykkur í Björkinni, takk fyrir okkur!💖Guðbjörg, Ingvar og Steinunn Lea465 views0 comments

Comments


bottom of page