top of page
Search

Nýárskveðja



Nú er þessu ævintýralega ári að ljúka. Við erum svo þakklátar fyrir allan stuðninginn, hlýhuginn og velviljan sem við höfum fundið fyrir, bæði í orðum og gjörðum. Ljósmæður og félagið okkar hafa staðið þétt við bakið á okkur. Í október stóð skemmtinefnd Ljósmæðrafélagsins fyrir ógleymanlegu kvennakvöldi og rann allur ágóði til Bjarkarinnar. Það kom sér mjög vel því enn bíða nokkur verkefni eftir að vera leyst.

Það sem stendur upp úr hjá okkur er að sjálfsögðu opnun Fæðingastofunar í maí. Eftir langt undirbúningsferli gátum við loks tekið á móti barni í stofunni. Með opnun stofunar varð fæðingaheimili aftur til á Íslandi. Nýr valkostur fyrir barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra sem mörgum hefur þótt vanta í barneigna þjónustuna á Íslandi. Á árinu hafa Bjarkarljósmæður annast um 110 fjölskyldur. Langflest börnin hafa fæðst á heimilum sínum eða í fæðingastofunni. Önnur hafa fæðst á Landspítalanum með góðri hjálp samstarfsfólks okkar þar. Allar þessar fjölskyldur hafa kennt okkur svo margt og allar eru þessar fæðingar einstakar og eftirminnilegar hver á sinn hátt.

Árið endaði svo með því að lítil stúlka fæddist í fæðingastofunni nú í morgunsárið. Nú eru allar líkur á því að næsta fæðing verði á árinu 2018 en það er aldrei að vita því 2017 er ekki liðið enn.

Við erum þakklátar fyrir allar þessar yndislegu fjölskyldur sem við höfum haft tækifæri til að fylgja á stærstu stundum í lífi þeirra. Við óskum þess að árið 2018 verði ykkur öllum farsælt. Takk enn og áður fyrir okkur elsku vinir.


54 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page