Þjónusta ljósmæðra í og eftir fæðingu
Fæðingastofa
Fæðing í heimilislegri fæðingastofu Bjarkarinnar, Síðumúla 10
Samfeld þjónusta ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt. Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.
Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.
Kostnaður: Aðstöðugjald maka á fæðingastofunni er 15.000 kr.
Heimafæðing
Fæðing á eigin heimili fjölskyldunnar
Samfeld þjónusta ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt. Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.
Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.
Kostnaður: Leiga á fæðingalaug, plast í laugina og undirbreiðslu/binda pakki 10.500 kr.
Heimaþjónusta
Stuðningur ljósmóður í heimahúsi eftir fæðingu barns, óháð fæðingastað.
Ljósmæður Bjarkarinnar sinna heimaþjónustu eftir fæðingu á höfuðborgarsvæðinu í 7-10 daga. Gott að láta vita af sér fyrir fæðingu en einnig hægt að bóka ljósmóður eftir fæðingu, óháð fæðingastað/sjúkrahúsi.
Þjónustan er greidd af Sjúkratryggingum Íslands.
Nánari upplýsingar í síma 567-9080 eða bjorkin@bjorkin.is