Þjónusta ljósmæðra á meðgöngu

Nálastunga

Stuðningsmeðferð við algengum fylgikvillum meðgöngu.

Verð 6.000 kr fyrir fyrstu komu. 20% afsláttur af endurkomu.

Gott að vera búin að borða og koma í þægilegum fötum.

Hvert skipti tekur um 30-40 mínútur.

Undirbúningur fyrir fæðingu

Nálastunga, slökun og spjall frá 36.viku meðgöngu. Gangsetninganálar gefnar eftir 41.viku meðgöngu.

Verð 6.600 kr fyrir fyrstu komu.  20% afsláttur af endurkomu.

Persónuleg nálgun að undirbúningi fyrir fæðingu.  Gefnar eru undirbúningsnálar, rætt um fæðinguna sem er í vændum og stuðlað að slökun.

60 mínútur, hægt að endurtaka vikulega fram að fæðingu.

Námskeið

Ljósmæður Bjarkarinnar kenna tvö námskeið sem haldin eru í samvinnu við Lygnu Fjölskyldumiðstöð.

Nánari upplýsingar hér

Einnig á www.lygna.is

Nánari upplýsingar í síma 567-9080 eða bjorkin@bjorkin.is

Þjónusta ljósmæðra í og eftir fæðingu

Fæðingastofa

Fæðing í heimilislegri fæðingastofu Bjarkarinnar, Síðumúla 10

Samfeld þjónusta ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  

Kostnaður: Aðstöðugjald maka á fæðingastofunni er 15.000 kr.

Heimafæðing

Fæðing á eigin heimili fjölskyldunnar

Samfeld þjónusta ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.

Kostnaður: Leiga á fæðingalaug, plast í laugina og  undirbreiðslu/binda pakki 10.500 kr.

Heimaþjónusta

Stuðningur ljósmóður í heimahúsi eftir fæðingu barns, óháð fæðingastað.

Ljósmæður Bjarkarinnar sinna heimaþjónustu eftir fæðingu á höfuðborgarsvæðinu í 7-10 daga.  Gott að láta vita af sér fyrir fæðingu en einnig hægt að bóka ljósmóður eftir fæðingu, óháð fæðingastað/sjúkrahúsi.

Þjónustan er greidd af Sjúkratryggingum Íslands.  

Nánari upplýsingar í síma 567-9080 eða bjorkin@bjorkin.is

©2019 BJÖRKIN LJÓSMÆÐUR.