Ljósmæður Bjarkarinnar

Arney Þórarinsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Eigandi / Teymi 1
Arney er framkvæmdarstýra og annar eigandi Bjarkarinnar. Hún útskrifaðist úr ljósmóðurfræði árið 2009 og tók þátt í stofnun Bjarkarinnar haustið sama ár. Hún hefur starfað sem ljósmóðir hjá Björkinni frá upphafi.
Arney sækir orku í náttúruna og elskar að fara í stuttar og langar göngur í öllum veðrum. Hún notar líka hvert tækifæri til að svamla í ísköldum sjónum eða kæla sig í kalda pottinum.

Ásta Hlín Ólafsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 1
Ásta Hlín útskrifaðist sem ljósmóðir í Noregi árið 2005 og hefur starfað í faginu síðan, bæði á fæðingardeildum, sængurlegudeildum, og heilsugæslu. Hún hóf störf í Björkinni í október 2018.
Ásta er söngfuglinn okkar, býr til bestu bláberjasultu norðan alpafjalla og á það til að draga aðrar ljósmæður út að hlaupa.

Elva Rut Helgadóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 1
Elva útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur 1996 og ljósmóðir 2006. Hún hefur starfað á fæðingardeildum, meðgöngudeild, í heimaþjónustum og kennt meðgöngujóga í Jógasetrinu frá 2016. Hún hóf störf í Björkinni 2017 og tók þátt í undirbúningi og stofnun fæðingarheimilis Bjarkarinnar.
Elva nýtur sín best í utanvegahlaupum, hún er mikil fjölskyldukona og mjög heimakær.

Hrafnhildur Halldórsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Eigandi / Teymi 1
Hrafnhildur er annar eigandi Bjarkarinnar og stjórnarformaður. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2001 og sem ljósmóðir 2009. Hrafnhildur hefur starfað í Björkinni frá upphafi.
Hrafnhildur hefur mikinn áhuga á málefnum kvenna og kvennakrafti, töfrum bernskunnar og öllu sem viðkemur fjölskyldunni. Hún elskar að dansa, njóta tónlistar og lesa.

Rut Guðmundsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 2
Rut útskrifaðist úr ljósmóðurfræði árið 2015 og starfaði bæði á fæðingavakt og meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans fyrstu árin eftir útskrift. Árið 2020 gekk hún til liðs við Björkina og hefur verið þar síðan.
Rut er með flæðandi fróðleiksfýsn til að stækka ljósmóðurhjartað og auka skilning á faginu okkar. Hún er ritstjóri Ljósmæðrablaðsins, skrifar áhrifamikla texta, er kjarnyrt og hnyttin. Pönkari, ljúflingur og fagmanneskja fram í fingurgóma.

Sunna María Schram (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 2
Sunna lauk námi í hjúkrunarfræði árið 2017 og ljósmóðurfræði árið 2020. Sunna hefur starfað á vökudeild, fæðingarvaktinni og í mæðravernd en frá árinu 2021 hefur hún starfað hjá Björkinni.
Sunna er skapandi orka í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, stóru og smáu, femínisti fram í fingurgóma með sterka réttlætiskennd. Uppskriftin að hamingjunni er samvera með börnunum, iðkun a jógamottunni, núvitund í náttúrunni með dassi af dansi, góðu kaffi og kæruleysi.

Una Kristín (hún/she)
Ljósmóðir / Teymi 2
Una útskrifaðist úr ljósmóðurfræði árið 2018 og hefur starfað sem ljósmóðir á fæðingarvakt Landspítala og svo í Björkinni síðastliðin tvö ár.
Una nýtur sín best í löngum göngum með hundinn eða með prjóna eða góða bók í höndunum. Hún er jarðbundin og traust en um leið skapandi sveimhugi sem er alltaf til í að láta reyna á nýjar og spennandi hugmyndir. Brosið hennar Unu lýsir upp daginn.

Harpa Ósk Valgeirsdóttir (hún/she)
Ljósmóðir / Verkefnastjóri / Handleiðsla
Harpa útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2007 og ljósmóðir árið 2009. Hún hefur bætt við sig menntun í heilsufarsmati nýbura, getnaðarvarnarráðgjöf og faghandleiðslu heilbrigðisstétta.
Styðjandi umhverfi við fæðandi konur er eitt helsta baráttumál Hörpu. Hún er náttúrubarn og nýtur sín best í útilegu með fjölskyldu og góðum vinum. Ekki sakar að vera með gott kaffi á kanntinum.