
Brjóstagjafaráðgjöf
Brjóstagjöf er mikilvæg bæði fyrir móður og barn og er brjóstamjólk fullkomin næring fyrir barnið fyrstu mánuðina. Fræðsla um brjóstagjöf og fyrstu dagana er góður undirbúningur fyrir foreldrahlutverkið. Mikilvægt er að fá góðan stuðning á meðan þessu tímabili stendur. Hér á síðunni má finna upplýsingar um námskeið á íslensku og pólsku auk þjónustu brjóstagjafaráðgjafa.
Þjónustan
Allar konur geta leitað til brjóstagjafaráðgjafa Bjarkarinnar.
Ljósmæður í heimaþjónustu, ung- og smábarnavernd eða konan sjálf geta haft samband þegar um er að ræða vandamál við brjóstagjöf t.d sýkingar, erfið sár, sogvilla eða lítil mjólkurframleiðsla.
Ráðgjöfin getur farið fram á heimili móður eða í húsnæði Bjarkarinnar, Síðumúla 10.
Sjúkratrygginga Íslands greiða allt að þrjú skipti eigi þjónustan sér stað innan 6 mánaða frá fæðingu barns ef fengin er tilvísun hjá ljósmóður. Eftir það greiða foreldrar sjálf fyrir viðtal við brjóstagjafaráðgjafa. Fyrsta viðtal kostar 15.000 kr og ef þörf er á frekari ráðgjöf er greitt 12.000 kr.
Til að bóka tíma sendið tölvupóst á netfangið brjostaradgjof@bjorkin.is

Brjóstagjafaráðgjafar
Hildur Ármannsdóttir og Þórunn Pálsdóttir hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og IBCLC brjóstagjafaráðgjafar.
Þær útskrifuðust úr hjúkrunarfræði frá HÍ 2004, sem ljósmæður frá HÍ 2009 og sem alþjóðlegir brjóstagjafaráðgjafar IBCLC á vegum The International Board of Lactation Consultant Examiners árið 2011 og hafa viðhaldið þeim réttindum síðan og nú síðast árið 2021.
Þær komu báðar að stofnun Bjarkarinnar og hafa víðtæka reynslu á sviði brjóstagjafar og hafa m.a starfað við heimaþjónustu ljósmæðra, brjóstagjafaráðgjöf í heimahúsi og á meðgöngu- og sængurlegudeild LSH.
Þær taka vel á móti ykkur
