top of page

Jóga Nidra

Fyrir verðandi og nýbakaðar mæður

  • 1 hour 30 minutes
  • 3.000 íslenskar krónur
  • Yoga og heilsa

Service Description

Jóga Nidra tímar með Elvu Rut og Hrafnhildi ljósmæðrum Bjarkarinnar. Unnið er með ásetning er miðar að auknum styrk og ró í fæðingu og vikunum eftir fæðingu. Nidra þýðir svefn, en ólíkt svefni er jóga nidra meðvituð djúp slökun, eða liggjandi leidd hugleiðsla. Í jóga nidra er leitt í djúpt slökunarástand handan skilningarvitanna. Þessi djúpa slökun hjálpar við að losa um spennu og hindranir hugans sem geta dregið úr okkur í daglegu lífi. Jóga nidra hentar vel á meðgöngu til að takast á við þær breytingar sem verða á líkama og huga við undirbúning móðurhlutverksins. Í tímanum fræðumst við um meðgöngu og fæðingu og förum í mjúkar jógastöður áður en farið er í djúpslökun. Ekki þarf að hafa stundað jóga áður.


Upcoming Sessions


Cancellation Policy

Hægt er að fá endurgreitt ef afbókun er gerð 24 klst áður en námskeiðið hefst. Mögulegt er að færa námskeiðið ef laust pláss er á næsta námskeið. Hafið samband við okkur, bjorkin@bjorkin.is


Contact Details

  • Síðumúli 15, Reykjavík, Iceland

    5679080

    bjorkin@bjorkin.is

bottom of page