top of page
Search

Bakaði köku með farið vatn

Updated: Jan 19, 2021

Mamma mín fæddi okkur systurnar heima og ég var alltaf viss að ég mundi vilja fæða börnin mín heima, ef hægt væri. Vinkona mín hafði góða reynslu af fæðingu með ljósmæðrum úr Björkinni og þess vegna beið ég spennt eftir 20 vikna sónar til að senda þeim tölvupóst og fá viðtalstíma. Eftir það var líka verðandi pabbi spenntur fyrir heimafæðingu og allar áhyggjur, eins og hvort íbúðin okkar væri nógu góð eða hvað gerðist ef vandamál kæmi upp, voru leyst.

Tíminn leið hratt og mér létti þegar ég var komin 37 vikur og heimafæðing væri orðinn möguleiki. Ég var samt viss að ég mundi ganga fram yfir – ég gekk með fyrsta barn og ég hafði ennþá ekki fundið fyrir neinum samdráttum eða fyrirvaraverkjum.


Föstudaginn 14.6. var ég gengin slétt 38 vikur, fór í bumbuhitting og svo í búðina. Ég ákvað að gera góðan kvöldmat fyrir mig og manninn sem var á 10 tíma vakt í vinnunni. Klukkan sex sat ég við eldhúsborð að skera grænmeti, þegar ég fann allt í einu eins og ég hafði pissað á mig, en svolítið mikið. Ég fór á klósettið að pissa, en það helt áfram að leka út. Mér leið eins og í draumi, gæti það verið... Ég hringdi í Hrafnhildi og á meðan ég lýsti hvað hafði gerst kom önnur gusa á gólfið – engin spurning, þetta var legvatn! 2 vikur fyrir settan dag! En spennandi! Hrafnhildur sagði mér að hvíla mig og heyra í henni í fyrramálið ef ekkert meira hafði gerst þangað til. Ég skrifaði manninum mínum sms að drifa sig heim að skúra legvatn af gólfinu og fann önnur gusa var að koma og fór á klósettið, en þá var legvatnið ljósrautt! Áhyggjufull hringdi ég aftur í Hrafnhildi, sem kom stuttu síðan, sagði að líklega væri allt í lagi, bara smá blæðing frá leghálsinum, en til að vera viss vorum við sent í monitor niður á spítala. Við vorum komin þangað um kl. 20 og nú var ég komin með hressilega „túrverki“, sem breyttist hratt í hríðar með 5-7 mín. millibil, samt ekki mjög sterkir. Og legvatnið helt áfram að leka, sem kom mér á óvart, því ég hafði hugsað mér að vatnið bara fer og svo væri það búið!


Þegar við vorum loksins komin heim með take-away mat voru hríðarnar byrjaðar að taka svolítið á og matarlyst mín var takmörkuð, þótt ég vissi að það væri mikilvægt að borða. Svo vildi ég endilega baka köku, því ég hafði ímyndað mér að það væri svo fallegt að fagna með köku þegar krílið væri komið í heiminn. Og svo fór ég loks að hvíla mig, nema þá var alls ekki hægt að sofa lengur. Fyrsta part næturinnar gat ég ennþá andað mig í gegnum hríðar, ein með aðstoð verðanda pabba, verkjatöflur, heitan bakstur á bakinu og með æfingabolta. Ég vildi alls ekki hringja í ljósurnar of snemma. Klukkan 2 fór ég í bað til að tjékka hvort vatn mundi hjálpa og þegar ég fann hversu gott það var, þá bað ég manninn minn að hringja í Hrafnhildi og láta renna í fæðingarlaug. Hrafnhildur kom um kl. 3 og kíkti á mig og krílið. Krílinu leið vel og ég var komin með 7 í útvíkkun.


, hvað ég var fegin! Það var ekki mikið eftir, hugsaði ég. Svo lá ég í yndislegri fæðingarlaug með playlista sem ég var búin að setja saman með yoga tónlist og rólegum lögum sem mér þykir vænt um. Með tónlist og heitu vatni náði ég ágætlega tök á hríðunum, lét þær koma og fara með öndun, náði jafnvel að hálfsofna á milli. Maðurinn minn var hjá mér allan tímann, sem mér fannst mikilvægt þótt hann gerði ekki neitt þannig lagað nema segja mér hvað ég væri dugleg og gefa mér vatn að drekka. Mér fannst ég hafði ekki verið það lengi í lauginni, þegar ég byrjaði að finna fyrir rembingsþörf, um kl. 7. Ég hafði farið í fæðingarfræðslu og vissi að rembingsstig er venjulega bara um klukkutíma, jafnvel styttra. Tilhugsun að bráðum mundi ég halda á son mínum í fanginu gaf mér nýja orku.

Í fyrsta sinn í fæðingunni fannst mér gott að láta heyra í mér og ég fór á fjóra fætur í lauginni. Fyrst var ég að rembast ekki neinu út nema kúk. Svo kom kollinn meira og meira niður, ég gat fundið það með puttanum og sjá hann í spegli! En lengra gekk hann ekki, þótt Hrafnhildur og Elva, sem var nú komin, væru sífellt að sannfæra mig að þar væri ekki mikið eftir. Ég prófaði að rembast á klósettinu, í rúminu í mismunandi stellingum. Ljósmæður sagði mér að halda inn andanum og rembast með fullum krafti, ég gerði það en það var lítil framför. Hjartslátturinn hjá barninu var allan tíma mjög góður, en ég fór að verða mjög þreytt af þessu „næstum því kominn“, og svo voru hríðar líka veikari og með lengra millibili. Þótt mig langaði svo mikið að klára heima þá var ég líka fegin þegar ákvörðun var tekin að færa okkur niður á spítala til að hjálpa barninu með sogklukku í heiminn.


Sjúkrabíll kom og eins og í bíómyndum fórum við með bláljós og stundum sírenum niður á spítala. Kannski var það út af hvíld í sjúkrabílnum, en þegar við vorum komin í fæðingarstofu voru hríðarnar aftur kröftugri, ég tók nokkrar á klósettinu, svo nokkrar í rúminu á fjórum fótum. Maðurinn minn byrjaði að gráta þegar hann sá kollinn að koma og það gaf mér kraft fyrir allra síðasta rembinginn, og þegar fæðingarlæknirinn labbaði inn í stofuna, þá kom sonurinn okkar í heiminn, alveg sjálfur! Mjög þreyttur eftir fæðinu eins og foreldrar sínir, en alveg fullkominn. Ég fæddi fylgjuna fljótlega, nýbakaður pabbi klippti naflastrenginn og staðan hjá mér var athuguð – ég var svo heppin að það þurfti ekki sauma.Hrafnhildur var hjá okkur allan tímann á meðan Elva tók til í íbúðinni, og ég er mjög þakklát fyrir að vita um stuðning þeirra svo ég gat einbeitt mér bara að litla stráknum mínum. Þótt ég sagði rétt eftir fæðingu að ég ætlaði að taka mér smá hlé frá því að fæða börn, þá er ég 100% á því að ég ætla aftur að stefna á heimafæðingu með ljósmæðrunum í Björkinni næst, og þá klára ég þetta bara vonandi í kósíheitum heima.


Sophia


797 views0 comments

Comments


bottom of page