Fæðing

Örugg fæðing heima eða 

í notalegri 
fæðingarstofu Bjarkarinnar

Ljósmæður Bjarkarinnar veita samfellda þjónustu þar sem sömu ljósmæður fylgja fjölskyldunni frá 34.viku meðgöngu, í fæðingu og fyrstu dagana með nýja barninu.


Með persónulegri og faglegri þjónustu komum við til móts við ólíkar þarfir hverrar fjölskyldu.  Lögð er áhersla á að verðandi foreldrar upplifi fulla stjórn í fæðingunni með stuðningi ljósmæðra sem þeir þekkja og treystu.

Fæðing hjá Björkinni er góður valkostur fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu.

 

Fæðingastofa

Fæðing í heimilislegri fæðingastofu Bjarkarinnar, Síðumúla 10

Gott er að hafa samband um eða eftir 20 vikur til að bóka skráningarviðtal.

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  
Kostnaður: Aðstöðugjald maka á fæðingastofunni er 15.000 kr.

Fæðingastofurnar eru tvær, auk setustofu og aðgangi að litlu eldhúsi.

 

Heimafæðing

Fæðing á eigin heimili

Gott er að hafa samband um eða eftir 20 vikur til að bóka skráningarviðtal.

Við veitum samfelda þjónustu ljósmæðra frá 34.viku þar til barnið er 7-10 daga gamalt.  Sömu ljósmæður sinna mæðravernd, fæðingu og heimaþjónustu.

Sjúkratryggingar Íslands greiða laun ljósmæðra.  


Kostnaður: Leiga á laug og plast, binda og undirbreiðslupakki 10.500 kr.

Hverjum stendur til boða að fæða heima eða á fæðingastofunni ?

Öllum hraustum konum í eðlilegri meðgöngu stendur til boða að fæða heima eða í fæðingastofunni.  

Ljósmæðrarekin fæðingarþjónusta flokkast sem fæðingastaður D2 samkvæmt leiðbeiningum landlæknis.  

Þeim konum sem hugnast náttúruleg fæðing í heimilislegu umhverfi er því velkomið að hafa samband og fá nánari upplýsingar.

 

Nánari viðmið fyrir fæðingu

Hvenær á ég að hafa samband ?

Eftir 20 vikna sónar er gott að hafa samband, við bjóðum ykkur í viðtal þar sem við metum í sameiningu hvort þessi kostur hentar ykkur.  

Í viðtalinu gefst kostur á að skoða aðstöðuna í fæðingastofunni og fá svör við spurningum sem vakna.  

Við viljum gjarnan heyra frá konum í síðasta lagi á 34-36 viku meðgöngu, hluti af örygginu er að þekkja ljósmóðurina sína og því er ekki í boði að koma inn beint í fæðingu.

Hvernig fer þjónustan fram ?

Verðandi foreldrum er boðið viðtal þar sem við ræðum heilsufar móður og væntingar til fæðingarinnar.  Þá veitum við einnig upplýsingar sem eru mikilvægar til að taka upplýsta ákvörðun um val á fæðingastað.

Við tökum við reglubundinni mæðravernd við 34 vikur, til þess að kynnast verðandi foreldrum og mynda gagnkvæmt traust.  

Sömu ljósmæðurnar sinna fjölskyldunni á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu eftir fæðingu.  Sé stefnt að heimafæðingu fer hluti af mæðravernd fram heima en þegar stefnt er að fæðingu í fæðingastofunni fer mæðraverndin fram þar.  

Þegar kemur að fæðingu er haft samband við ljósmæðurnar sem meta stöðuna ýmist heima eða í fæðingastofunni.

Hvað gerist eftir að barnið er fætt ?

Fjórum til sex tímum eftir fæðingu fer fjölskyldan heim til hvíldar eða ljósmæðurnar fara heim eftir heimafæðingu. Ljósmæðurnar koma heim í fyrstu vitjun innan 6-8 klst og svo einu sinni til tvisvar á dag í 7-10 daga eftir þörfum.

 

Heimaþjónustan miðar að við að styðja við fjölskylduna, aðstoða við brjóstagjöf og fræða foreldrana um umönnun barnsins.

Á síðustu árum hefur fæðingarstöðum á landinu verið að fækka, barnshafandi konur á landsbyggðinni þurfa þess vegna í auknum mæli að koma til Reykjavíkur til þess að fæða börn sín. Árið 1996 var fæðingarheimilinu við Eiríksgötu lokað og síðan þá hafa fæðingar farið fram á sjúkrahúsum og í heimahúsum. Árið 2014 voru Hreiðrið og fæðingadeildin á Landspítalanum sameinuð í Fæðingavaktina. Hreiðrið var ljósmóðurrekin fæðingadeild innan Landspítalans þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu gátu valið að fæða börn sín. Með lokun Hreiðursins fækkaði valkostum fæðandi k...

 Fæðingar í heimahúsi eða í fæðingastofu með ljósmóður eru jafn öruggar eða öruggari fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu og fæðingar á sjúkrahúsi.  Nýleg íslensk rannsóknir bendir til að fyrir þennan hóp kvenna eru minni líkur á alvarlegri blæðingu, inngripum í fæðingu, rifum, keisara- og áhaldafæðingum. 

Fyrir nýburann er jafn öruggt að fæðast heima í undirbúinni heimafæðingu með ljósmóður og á sjúkrahúsi. (1)

Þegar konur taka ákvörðun um fæðingarstað er öryggi þeim ofarlega í huga og þær setja öryggi barna sinna ofar öllu. Konur...

Hvað er gott að eiga þegar stefnt er á heimafæðingu, eða pakka í tösku fyrir fæðingu á stofunni ? Hvað þarf að eiga fyrir barnið eftir að heim er komið.

 Fæðing er fjölskylduviðburður og þegar kona fæðir heima getur hún hagað umhverfinu þannig að henni líði sem allra best. Mikilvægt er að hafa umhverfið þannig að konunni finnist hún örugg, hún sé frjáls að fylgja innsæi sínu og líðan og geti verið hún sjálf, því þannig gengur fæðingin best fyrir sig. Því er mjög mikilvægt að kona velj vel hverjir eru viðstaddir fæðinguna. Það ætti aldrei neinn að vera viðstaddur sem konunni líður ekki vel með, því það hefur áhrif á fæðingarhormónin sem hafa áhrif á hvernig fæðinginn gengur fyrir sig. Allir sem eru viðstaddir fæðin...

Flestar konur geta fætt heima óski þær þess. Fyrir heilbrigðar konur er heimafæðing góður valkostur. Meðgangan þarf að vera eðlileg og konan þarf að vera gengin 37-42 vikur með eitt barn í höfuðstöðu. Fyrir móður og barn er fæðing almennt örugg séu engir áhættuþættir til staðar. Þrátt fyrir það gera margir verðandi foreldrar gera ráð fyrir því að fæðingin muni fara fram á sjúkrahúsi, sérstaklega ef um er að ræða fyrsta barn móður. Allir verðandi foreldrar ættu að fá upplýsingar frá ljósmóður um þá fæðingastaði sem í boði eru svo þeir geti valið þann fæðingarstað s...

Ljósmæður eru sérfræðingar í eðlilegu fæðingarferli og eru þjálfaðar í að greina þegar eitthvað bregður út af og grípa einungis inní ef þörf er á.

Ljósmóðir í heimafæðingu fylgist vel með líðan móður og barns. Hún útskýrir fyrir móður og öðrum aðstandendum hvað hún er að gera og af hverju. Ljósmóðirin er til staðar án þess þó að stjórna aðstæðum. Hennar hlutverk er að veita konunni stuðning og leyfa orku fæðingarinnar að flæða um líkama konunnar og hjálpa henni að finna styrk innra með sér.

Kona sem vill fæða heima hefur samband við heimafæðingarljósmóður og þær kom...

Please reload

©2019 BJÖRKIN LJÓSMÆÐUR.

18274753_1902514876440810_75344585285455